Loftslagsskýrsla 2000

Ragnheiður Sylvía Kjartansdóttir 7.6.2022

Fyrsta vísindanefnd um loftslagsbreytingar var skipuð fyrir aldamót og skilaði hún skýrslu árið 2000 sem hét

Veðurfarsbreytingar og afleiðingar þeirra - Skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar

Í skýrslunni var fjallað um nýjustu skýrslu IPCC, fjallað um veðurfarsbreytingar á Íslandi og hafsvæðinu umhverfis Ísland og rætt um líklega þróun næstu áratuga.

Sérstaklega var fjallað um samspil veðurfarsbreytinga og ástands í hafinu við Ísland og  gerð grein fyrir hugsanlegri hækkun sjávarborðs, auknum ágangi sjávar, breytingum á vatnafari, jöklum og náttúruvál. Einnig var fjalla um áhrif loftslagsbreytinga á lífríkið og hugsanleg áhrif á nytjastofna í hafi. Loks var fjallað um áhrif á landbúnað og gróðurfar, þjóðfélagslega þætti og mannvirki.

 

Hér má finna hlekk á skýrsluna.


 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica