Staða aðlögunar á Íslandi

vedur.is 22.2.2022

Í ljósi hvítbókar um aðlögun að loftslagsbreytingum sem unnin var af starfshópi árið 2021 (Hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum, drög að stefnu) og samsvarandi stefnu (Stefna um aðlögun að loftslagsbreytingum, Í ljósi loftslagsvár) sem byggð var á hvítbókinni er ljóst að þörf er á að kortleggja, miðla og byggja upp þekkingu á áhrifum loftslagsbreytinga á Íslandi. Í stefnu má finna markmiðahluta fyrir samhæfingu rannsókna og upplýsingagjafar þar segir m.a.: 

M1. Áhrif loftslagsbreytinga á náttúruþætti og samfélög séu rannsökuð, hvort sem rannsóknir eru unnar innan háskóla, rannsóknastofnana, ríkisstofnana eða fyrirtækja sé gætt að samráði hlutaðeigandi aðila til að koma í veg fyrir tvítekningu eða að upplýsingar nýtist ekki.  

M2. Gott samstarf sé á milli aðila sem stunda rannsóknir vegna leiða til þess að aðlagast loftslagsbreytingum eða vinna að nýsköpun, gerð efnis eða tækni sem gagnast við skipulag eða framkvæmd aðlögunaraðgerða.

Áætlanir eru fyrir því að hefja vinnu við aðgerðaráætlun upp úr stefnu um aðlögun. 


 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica