Vísindanefnd um loftslagsbreytingar

vedur.is 22.2.2022

Vísindanefnd um loftslagsbreytingar er skipuð af ráðherra og er ætlað að kortleggja ástand þekkingar á loftslagsbreytingum og áhrifa þeirra hér á landi,  hver séu helstu óvissuatriði tengd áhrifum loftslagsbreytinga og hvaða vafamál sé brýnt að skoða betur.

Nefndina sem vinnur að gerð næstu vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar og samfélag á Íslandi skipa: 

  • Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands, formaður 
  • Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands 
  • Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands 
  • Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, prófessor á Verkfræði og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands 
  • Helga Ögmundardóttir, lektor á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands 
  • Starri Heiðmarsson, grasafræðingur, tilnefndur af Náttúrufræðistofnun Íslands 
  • Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri, tilnefnd af Embætti landlæknis 
  • Hildur Pétursdóttir, sjávarvistfræðingur og  
  • Guðjón Már Sigurðsson, fiskifræðingur, tilnefnd af Hafrannsóknastofnun.

Þar að auki vinnur Anna Hulda Ólafsdóttir, Skrifstofustjóri Loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands náið með nefndinni og aðstoðar við utanumhald, fundarhald, málstofur og uppsetningu skýrslu.

Áætluð skil á skýrslunni eru á fyrri hluta árs 2023.

 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica