Skýrslur IPCC

SROCC september 2019 - 24.9.2019

Hlýnun á norðurskautssvæðinu hefur verið meira en tvöfalt hraðari en að meðaltali á jörðinni á síðustu tveimur áratugum. Þessa mögnun hlýnunar má að hluta rekja til samdráttar hafíss og snjóþekju á sama tíma. Á komandi árum og áratugum munu jöklar enn hörfa víðast hvar og snjóhula að vetri endast skemur. Matvæla­öryggi og skilyrði til búsetu á norðurskautssvæðinu munu breytast. Breytinga er að vænta á náttúru­vá, m.a. á flóðum í ám, snjóflóðum, skriðuföllum og vandamálum vegna óstöðugra jarðlaga, sem gera má ráð fyrir að hafi áhrif á innviði, ferðamennsku og aðstæður til útivistar.

Lesa meira

SRCCL ágúst 2019 - 7.8.2019

Loftslagsbreytingar auka landeyðingu með meiri ákafa í úrkomu og flóðum, tíðari og umfangsmeiri þurrkum, meira álagi vegna hita, vinds og ölduróts auk hærri sjávarstöðu. Frá því síðla á 19. öld var hlýnun yfir íslausu landi að jafnaði 1.53°C, sem er mun meira en 0.87°C hnattræn hlýnun á sama tíma. Hlýnunin hefur hliðrað loftslagsvæðum, og gert sum búsvæðabelti útsettari fyrir breytileika í veðri og veðurfari. Samhliða áhrifum loftslagsbreytinga eykst landnotkun hratt. Síðan 1961 hafa 5.3 milljón km2 lands verið lögð undir landbúnað, álíka og um 2/3 af flatarmáli Ástralíu og hefur landnotkun aldrei aukist hraðar í sögu mannkyns. Að jafnaði verða 72% af íslausu landi fyrir áhrifum af mannavöldum.

Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica