Eyjafjallajökull
mynd

Eyjafjallajökull

Eldstöðvakerfi Eyjafjallajökuls  er staðsett á eystra gosbeltinu, u.þ.b. 25 km vestur af Kötlu. Eyjafjallajökull er um 1666 m há eldkeila með austur-vestur lengdarstefnu og er eldstöðin um 25 km löng og 15 km breið. Hún er að mestu hulin jökli og gígurinn er um 2,5 km breiður.

Síðustu 8000 ár hefur Eyjafjallajökull verið fremur virk eldstöð en síðast gaus þar árið 2010. Fyrir eldgosið árið 2010 var gos í eldstöðinni á árunum 1821-1823, 1612-1613 og líklega árið 920. Kvika sem hefur komið upp á nútíma (e. Holocene) spannar allt frá basalti til líparíts (e. Rhyolite). Eldgos á nútíma hafa verið að mestu af þrennu tagi:

  1. Gos úr toppgíg eða öskju eldstöðvarinnar með sprengigosi þar sem súr kvika kemur upp sem gjóska og ef til vill sem gúlar. Þessi gos hafa valdið jökulhlaupum og vatnavöxtum í ám frá jöklinum.
  2. Sprengigos frá gossprungu utan toppgígs, að hluta eða alveg undir jökli, líklega með basaltíska andesítkviku. Þessi gos hafa valdið hlaupum til norðurs og til vesturs.
  3. Flæðigos frá gossprungum utan jökuls þar sem kvikan er basaltísk andesít eða basalt.

Meiri upplýsingar um eldstöðina er að finna í vefsjá íslenskra eldfjalla.


Jarðskjálftavirkni

GPS

Yfirlit yfir GPS kerfið má finna hér.

Athugið að upplýsingar sem Veðurstofan birtir á vefjum sínum í rauntíma eru óyfirfarnar. Túlkun og úrvinnsla slíkra gagna er á eigin ábyrgð. Sjá einnig skilmála Veðurstofunnar um notkun gagna.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica