Þann 1. apríl 2025 voru gerðar smávægilegar en gagnlegar breytingar á útvarpslestri veðurfrétta frá Veðurstofu Íslands á RÁS 1. Tímasetningar veðurfregna haldast óbreyttar, en innihaldið hefur verið tilsniðið til að veita hlustendum betri og markvissari þjónustu.
Lesa meiraMars var hlýr og hægviðrasamur um allt land. Úrkomulítið var norðaustanlands en úrkomusamara á vestanverðu landinu. Nokkuð sólríkt var bæði í Reykjavík og á Akureyri. Hvassviðri í upphafi og lok mánaðar ollu vandræðum. Veðrinu þ. 3. og 4. fylgdu sjávarflóð á suðvesturhorni landsins, en þ.30 varð mikið þrumuveður á sunnanverðu landinu.
Lesa meiraUppfært 3. apríl kl. 14:40
Greining á vefmyndavélum, myndböndum úr drónaflugi og gasmælingum sýna að eldgosið sem hófst kl. 9:44 að morgni 1. apríl lauk um kl. 16:45 sama dag. Eldgosið stóð í rétt yfir í um 6 klst sem gerir það stysta eldgosið í þessari goshrinu á Sundhnúksgígaröðinni.
Hins vegar er atburðinum ekki lokið því áfram mælist nokkur fjöldi smáskjálfta á kvikuganginum, aðallega norður af Stóra- Skógfelli þó dregið hefur úr virkninni síðustu 12 klukkustundirnar. Lítil skjálftavirkni mælist á suðurhluta kvikugangsins.
Jarðskjálftavirkni við Reykjanestá, Eldey og Trölladyngju hefur einnig minnkað, en þar hefur verið gikkskjálftavirkni síðustu sólarhringa.
Lesa meiraLoftslagsbreytingar hafa margvísleg áhrif á umhverfi og samfélög. Mikilvægt er að almenningur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um þróunina og hvað hún gæti þýtt fyrir nærumhverfi og lífsskilyrði.
Lesa meiraAflögunarmælingar (GPS) sýna að kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram, þó svo að hraði landriss hafi minnkað lítillega síðustu vikur. Þrátt fyrir hægara landris er áfram talið líklegt að kvikuhlaup og/eða eldgos verði á Sundhnúksgígaröðinni.
Lesa meira