Veðurstofa Íslands 90 ára

Eiríksjökull
© Oddur Sigurðsson
Eiríksjökull 2. nóvember 1990. Jökullinn hét til forna Balljökull vegna ávalrar lögunar hans.

Nýjar fréttir

Íslenskir jöklar rýrnuðu um 15 milljarða tonna 2024-2025

Jökulárið 2024–2025 reyndist jöklum landsins þungt í skauti samkvæmt nýrri samantekt sem unnin var í samstarfi Landsvirkjunar, Jarðvísindastofnunar Háskólans, Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnunar Íslands og byggir á greiningu afkomumælinga sem stofnanirnar sinna.

Lesa meira

Tíðarfar ársins 2025

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig sem er 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og hefur aldrei verið hærri. Hiti var vel yfir meðallagi nær alla mánuði ársins. Tíðarfar vorsins var einstaklega gott. Vorið var það hlýjasta sem hefur verið skráð á landsvísu og maí var langhlýjasti maímánuður frá upphafi. Um miðjan maí var 10 daga löng hitabylgja yfir öllu landinu sem er sú mesta sem vitað er um hér á landi í maímánuði. Í heild var árið óvenju hægviðrasamt, illviðri voru fátíð og tíð góð. Það var tiltölulega blautt í byrjun árs en þurrt í árslok. Árið var snjólétt á landinu öllu.

Lesa meira

Áfram auknar líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni

Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Á meðan kvikusöfnun heldur áfram og þrýstingur í kerfinu hækkar er kvikuhlaup úr Svartsengi og eldgos á Sundhnúksgígaröðinni líklegasta sviðsmyndin næstu vikurnar.  

Lesa meira

Saman erum við sterkari

Saman erum við sterkari. Kynningarfundur um samstarf HÍ og Veðurstofu Íslands í þágu rannsókna, uppbyggingar rannsóknainnviða og vöktunar náttúruvár. Samstarf stofnananna gegnir mikilvægu hlutverki í að efla vísindalega þekkingu, styrkja viðbúnaðargetu samfélagsins.

Lesa meira

Veðursjá á Bjólfi tímabundið óvirk

Veðursjá Veðurstofu Íslands á Bjólfi ofan Seyðisfjarðar á Austurlandi er tímabundið óvirk vegna bilunar.

Beðið er eftir varahlutum sem berast undir lok þessarar viku og er því gert ráð fyrir því að hægt verði að gera við stöðina í næstu viku.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica