Mikil og áframhaldandi úrkoma næstu daga getur valdið skriðuföllum og grjóthruni, einkum þar sem vegir liggja undir bröttum hlíðum. Tilkynnt hefur verið um skriðu við Eskifjörð og fylgst er með mælitækjum á Seyðisfirði og Eskifirði. Almenningur er hvattur til að sýna varúð á ferðalögum og tilkynna skriðuföll eða grjóthrun með myndum, staðsetningu og tímasetningu.
Lesa meiraJökulhlaupinu úr Hafrafellslóni, sem hófst 20. ágúst er að ljúka. Vatnshæð og rennsli í Hvítá eru orðin svipuð og fyrir hlaupið. Aðfararnótt sunnudags mældust tveir toppar á vatnshæð í Hvítá ofan Húsafells, með nokkurra klukkustunda millibili. Þeir marka hámark hlaupsins. Rennsli í Hvítá við mælistaðinn Kljáfoss, um 30 km neðan við Húsafell, náði hámarki snemma á sunnudagsmorgun. Það mældist 260 m³/s, sem er svipað og í hlaupinu í ágúst 2020 og er um þrefalt meira en grunnrennsli á þessum árstíma. Frá því í gærmorgun hefur jafnt og þétt dregið úr rennsli í ánni.
Lesa meiraSnarpur skjálfti M3,8 varð við Brennisteinsfjöll í gær og fannst á höfuðborgarsvæðinu. Innistæða er fyrir stærri skjálfum á svæðinu, en óvíst hvenær þeir verða næst. Í Krýsuvík mælist hröð aflögun jarðskorpunnar og við Svartsengi heldur landris áfram með svipuðum hraða og fyrir síðasta gos. Hættumatskort hefur verið uppfært og gildir til 2. september.
Lesa meiraSkaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni hvarf 5.-6. ágúst 2025 og hefur aðeins tvisvar áður horfið fyrr á ári en það var árið 1941 og 2010 og hvarf hann þá bæði árin í júlí. Hlýindakafli í maí, snjóléttur vetur og þurrt, bjart sumar flýttu bráðnun.
Fylgst hefur verið með skaflinum frá 19. öld og hann er talinn óformlegur mælikvarði á tíðarfarið á höfuðborgarsvæðinu. Páll Bergþórsson, fyrrverandi forstjóri Veðurstofunnar, var helsti sérfræðingurinn um skaflinn í áratugi og skráði bæði mældar og munnlegar heimildir. Árni Sigurðsson, sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofunni, heldur nú utan um mælingar og sögulegar upplýsingar.
Lesa meira