Veðurstofa Íslands 90 ára

hitamælaskýli - snævi þakin jörð
© Árni Sigurðsson
Veðurstöðin að Írafossi í Grímsnesi. Í forgrunni er skýli þar sem lofti og svifryki er safnað daglega til mengunarmælinga. Fjær er hitamælaskýli. Til vinstri eru úrkomusafnarar, annar með trektlaga vindhlíf.

Nýjar fréttir

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn

Jarðskjálftavirkni hefur verið samfelld við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu frá haustinu 2024. Nýjustu skjálftarnir mældust í hrinu 2. október 2025, þar sem stærsti skjálftinn var 3,2 að stærð og fannst víða á Mýrum og í Borgarfirði. Mælingar benda til kvikusöfnunar á 15–20 km dýpi, en engin merki hafa komið fram um að kvika sé á leið til yfirborðs. Hér er tekið saman yfirlit um virknina hingað til, niðurstöður mælinga og mögulegar sviðsmyndir um framhaldið.

Lesa meira

Tíðarfar í september 2025

September var hlýr á landinu öllu. Austan- og suðaustanáttir voru ríkjandi í mánuðinum. Sérlega úrkomusamt var á Austfjörðum og á Ströndum og þar var mánuðurinn víða með blautari septembermánuðum sem vitað er um. 

Lesa meira

Komin inn í tímabil þar sem auknar líkur eru á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni

Frá og með 27. september eru auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan hefur því hækkað viðvörunarstig á svæðinu. Tímabilið þar sem auknar líkur eru á  gosi getur varað hátt í þrjá mánuði. Lesa meira

Hugsum okkur ekki aðeins tvisvar um heldur tíu sinnum – Oddur Sigurðsson heiðraður á degi íslenskrar náttúru

Á Umhverfisþingi í gær hlaut Oddur Sigurðsson jarð- og jöklafræðingur Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Oddur hefur í meira en hálfa öld helgað líf sitt rannsóknum og fræðslu um íslenska jökla, safnað 55.000 ljósmyndum sem varðveittar eru hjá Veðurstofunni og vakið heimsathygli með skjalfestingu á hvarfi Okjökuls. Í ávarpi hans kom meðal annars fram: „Kunnum við að varðveita okkar einstaka land eða verður það innan skamms fyrst og fremst orðið með svipmóti framkvæmdagleði mannsins? Mjög sækir í það horf.“ 
Orð hans eiga sérstaklega vel við í dag, á degi íslenskrar náttúru.

Lesa meira

MEDiate verkefnið á lokametrunum – alþjóðlegt samstarf um áhættustjórnun náttúruvár

Evrópska rannsóknarverkefnið MEDiate er komið á lokametrana eftir þriggja ára samstarf 18 aðila frá sjö Evrópulöndum. Verkefnið miðar að því að þróa nýjar aðferðir til áhættustjórnunar vegna náttúruvár og var nýlega haldin vinnustofa á Veðurstofu Íslands með fulltrúum frá íslenskum og breskum þróunarhópum.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica