Laus störf

Vísindi á vakt

Því miður eru engin laus störf eins og stendur

Það eru engin laus störf til umsóknar eins og stendur. Ef þú hefur áhuga á að styðja vísindamenn Veðurstofu Íslands við vöktun og rannsóknir á veðri, vatni, jöklum, eldgosum, jarðskjálftum og loftslagsbreytingumþá máttu senda póst á mannauðsstjóra Veðurstofunnar .

Hjá Veðurstofu Íslands starfar öflugur hópur fólks sem hefur það hlutverk að stuðla að bættu öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar. Því hlutverki sinnir starfsfólk Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun og greiningu gagna, rannsóknum, þróun og miðlun upplýsinga. Jafnframt er það hlutverk Veðurstofunnar að styðja sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og samfélagslega hagkvæmni.


Nýjar fréttir

Skaflinn í Gunnlaugsskarði horfinn

Skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni hvarf 5.-6. ágúst 2025 og hefur aðeins tvisvar áður horfið fyrr á ári en það var árið 1941 og 2010 og hvarf hann þá bæði árin í júlí.  Hlýindakafli í maí, snjóléttur vetur og þurrt, bjart sumar flýttu bráðnun.

Fylgst hefur verið með skaflinum frá 19. öld og hann er talinn óformlegur mælikvarði á tíðarfarið á höfuðborgarsvæðinu. Páll Bergþórsson, fyrrverandi forstjóri Veðurstofunnar, var helsti sérfræðingurinn um skaflinn í áratugi og skráði bæði mældar og munnlegar heimildir. Árni Sigurðsson, sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofunni, heldur nú utan um mælingar og sögulegar upplýsingar.

Lesa meira

Níunda gosinu á Sundhnúksgígaröðinni lokið

Uppfært 5. ágúst

Eldgosinu sem hófst 16. júlí á Sundhnúksgígaröðinni er nú formlega lokið og nýtt hættumatskort hefur verið gefið út. Þrátt fyrir goslok eru áfram lífshættulegar aðstæður á svæðinu vegna óstöðugs hrauns og mögulegrar gasmengunar. Landris er hafið á ný og kvikustreymi undir Svartsengi heldur áfram.

Lesa meira

Tíðarfar í júlí 2025

Júlí var óvenjulega hlýr, sérstaklega á Norðaustur og Austurlandi. Á landsvísu var þetta hlýjasti júlímánuður frá upphafi mælinga, ásamt júlí 1933 sem var jafnhlýr. Mjög hlýtt var þ. 14. þegar hiti mældist 20 stig eða meiri á um 70% allra veðurstöðva. Hæstur mældist hitinn 29,5 stig á Hjarðarlandi í Biskupstungum, sem er á meðal hæstu hitatölum sem þekkjast hér á landi. Mánuðurinn var hægviðrasamur og lítið um hvassviðri. Töluverð gosmóða lá yfir stórum hluta landsins um miðjan mánuð vegna eldgossins á Reykjanesi og hægviðris.

Lesa meira

Veðurhorfur um verslunarmannahelgina – lægð á leiðinni

Ört dýpkandi lægð nálgast úr suðvestri og mun stýra veðrinu um Verslunarmannahelgina. Gul viðvörun vegna vinds verður í gildi á Suðurlandi og miðhálendinu frá föstudagskvöldi fram á aðfaranótt laugardags. Hvöss suðaustanátt, allt að 18 m/s, og talsverð úrkoma sunnan- og suðaustantil geta skapað varasamar aðstæður fyrir létt ökutæki og tjöld. Hætta er einnig á grjóthruni og skriðum við brattar hlíðar, einkum sunnan-og vestanlands. Á laugardag og sunnudag dregur smám saman úr vindi austantil, en áfram verður rigning og skúrir á víð og dreif, með bjartara veðri norðaustantil. Ferðafólk er hvatt til að fylgjast með viðvörunum á vedur.is og færð á umferdin.is, og tilkynna grjóthrun eða skriður til skriðuvaktar Veðurstofunnar.

Lesa meira

Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm

Vatnshæð og rafleiðni hafa farið lækkandi síðasta sólahring og nálgast nú eðlileg gildi í vöktunarmæli Veðurstofunnar í Skálm við þjóðveg. Jarðskjálftamælar á jökulskerjum í Mýrdalsjökli sýna einnig greinilega lækkun í óróa síðasta sólahring. Á vefmyndavél á Rjúpnafelli sést að töluvert hefur dregið úr vatnsmagni í Leirá Syðri frá því í gær. Þessi gögn gefa því til kynna að jökulhlaupinu sé að ljúka. 


Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica