Laus störf

Vísindi á vakt

Því miður eru engin laus störf eins og stendur

Það eru engin laus störf til umsóknar eins og stendur. Ef þú hefur áhuga á að styðja vísindamenn Veðurstofu Íslands við vöktun og rannsóknir á veðri, vatni, jöklum, eldgosum, jarðskjálftum og loftslagsbreytingumþá máttu senda póst á mannauðsstjóra Veðurstofunnar .

Hjá Veðurstofu Íslands starfar öflugur hópur fólks sem hefur það hlutverk að stuðla að bættu öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar. Því hlutverki sinnir starfsfólk Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun og greiningu gagna, rannsóknum, þróun og miðlun upplýsinga. Jafnframt er það hlutverk Veðurstofunnar að styðja sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og samfélagslega hagkvæmni.


Nýjar fréttir

Kvikusöfnun undir Svartsengi nokkuð stöðug síðustu tvær vikur

Uppfært 16. júlí kl. 15:15

Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur haldist nokkuð stöðug síðustu vikur. Líkanreikningar áætla að um 13 milljónir rúmmetrar af kviku hafi bæst við í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því að kvika hljóp þaðan síðast í Sundhnúksgígaröðina og eldgosið 29. maí hófst. Ef gert er ráð fyrir því að á bilinu 13 til 19 milljónir rúmmetra af kviku þurfi að bætast við undir Svartsengi til að byggja upp nægan þrýsting til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi, benda ný líkön benda til þess að mjög miklar líkur eru á því að það eigi sér stað á næstu þremur vikum

Lesa meira

Ragnar Stefánsson jarðsunginn í dag

Ragnar Stefánsson fæddist í Reykjavík þann 14. ágúst 1938. Hann lést á Landspítalanum þann 25. júní sl. á 86. aldursári. Alla starfsævi sína var meginverksvið Ragnars fólgið í vöktun á jarðskjálftum og eldgosum, sem og að rannsóknum sem höfðu það að markmiði að draga úr hættu af völdum þessara þátta. Á þessu sviði var hann í forystusveit á alþjóðlegum vettvangi.

Lesa meira

Tíðarfar í júní 2024

Júní var tiltölulega kaldur á landinu öllu, sérstaklega norðaustanlands. Nokkuð langvinnt norðanhret gekk yfir landið í byrjun mánaðar. Óvenjumikið snjóaði á norðanverðu landinu miðað við árstíma sem olli töluverðum vandræðum. Bændur lentu í tjóni, einhvað var um fugladauða og samgöngutruflanir voru á fjallvegum.


Lesa meira

Mikilvægt að halda áfram þróun á aðferðafræði við gerð hættumats vegna eldgosavár

Samkvæmt lögum annast Veðurstofan rauntímavöktun á náttúruvá og skal gefa út viðvaranir og spár um yfirvofandi hættu af völdum m.a. jarðskjálfta, eldgosa og jökulhlaupa. Veðurstofan hefur einnig það hlutverk að vera yfirvöldum til ráðgjafar varðandi forvarnir og viðbrögð við náttúruvá. Hluti af því er að meta reglulega og veita upplýsingar um hættu vegna eldfjallavár líkt og í atburðarrásinni á Reykjanesskaga síðustu ár.

Lesa meira

Kallað eftir sérfræðingum á fund milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC)

Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC, kallar eftir því að aðildarríki og áheyrnaraðilar tilnefni sérfræðinga á fund þar sem drög verða lögð að útlínum aðferðarfræðiskýrslu um kolefnisföngun, -förgun, nýtingu og geymslu (e. Methodology Report on the Carbon Dioxide Removal Technologies and Carbon Capture Utilization and Storage). Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica