Laus störf
Serfraedingur-i-grunnvatni

Sérfræðingur í grunnvatni

Hér er vatn, um grunnvatn, frá þurrkum, til flóða. Veðurstofa Íslands leitar að sérfræðingi á sviði vatnafræði með áherslu á grunnvatn. Um er að ræða fullt starf á þjónustu- og rannsóknasviði innan deildar loftslags, veður, vatns, jökla og hafs. Leitað er að einstaklingi sem getur tekið þátt í hættumats- og rannsóknarverkefnum sem snúa að grunnvatnsauðlindinni.

Viðkomandi starfsmaður mun sinna sérfræðivinnu er tengist vatnafræði og þá sérstaklega grunnvatni. Í því felst meðal annars að taka saman gögn, úrvinnsla þeirra, mögulegir líkanreikningar og skýrslugerð. Starfinu fylgir þátttaka í hættumatsverkefnum sem snúa að mögulegum áhrifum jarðhræringa á grunnvatn, verkefnum stjórnar vatnamála (sjá vatn.is), mat á stöðu og álagi á grunnvatn og eins mun viðkomandi koma að umsögnum sem snúa að grunnvatnsauðlindinni.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Halda utan um og vinna úr grunnvatnsgögnum

 • Líkanreikningar og þróun afurða sem nýta má við mat á grunnvatni

 • Þátttaka í hættumatsverkefnum

 • Þátttaka í rannsóknaverkefnum sem snúa að grunnvatni

 • Miðlun upplýsinga og skýrsluskrif

Hæfniskröfur

 • Meistaragráða á sviði raunvísinda eða verkfræði

 • Farsæl reynsla á sviði rannsókna er tengjast grunnvatni

 • Góð tölvukunnátta, þar á meðal forritunarkunnátta

 • Reynsla í líkanreikningum er kostur

 • Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu

 • Hæfni í mannlegum samskiptum

 • Greiningarhæfni og hæfni til að miðla upplýsingum

 • Skipulagshæfni og nákvæmni

 • Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi

 • Gott vald á töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.

Umsókninni þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 24.06.2024

Nánari upplýsingar veitir

Tinna Þórarinsdóttir, tinna@vedur.is

Sími: 5226000

Borgar Ævar Axelsson, borgar@vedur.is

Sími: 5226000

Sækja um starf


Nýjar fréttir

Mesta sólarhringsúrkoma sem mælst hefur á landsvísu í júlímánuði mældist í Grundarfirði

Um liðna helgi, 13.-14. júlí, var mikið vatnsveður á Vesturlandi. Gul viðvörun var í gildi vegna úrkomu og vinds á Faxaflóa og í Breiðafirði, og var að sama skapi varað við vatnavöxtum og skriðuhættu.

Spár rættust og varð það svo að mikil úrkoma var á Snæfellsnesi og Barðaströnd um liðna helgi. Mesta ákefðin var á laugardeginum og aðfaranótt sunnudags. Í Grundarfirði mældist mesta úrkoman, þ.e. 227 mm af regni sem er mesta úrkoma sem mæld hefur verið á einum sólarhring í Grundarfirði og jafnframt mesta sólarhringsúrkoma sem mæld hefur verið í júlímánuði á landsvísu

Lesa meira

Kvikusöfnun undir Svartsengi nokkuð stöðug síðustu tvær vikur

Uppfært 16. júlí kl. 15:15

Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur haldist nokkuð stöðug síðustu vikur. Líkanreikningar áætla að um 13 milljónir rúmmetrar af kviku hafi bæst við í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því að kvika hljóp þaðan síðast í Sundhnúksgígaröðina og eldgosið 29. maí hófst. Ef gert er ráð fyrir því að á bilinu 13 til 19 milljónir rúmmetra af kviku þurfi að bætast við undir Svartsengi til að byggja upp nægan þrýsting til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi, benda ný líkön benda til þess að mjög miklar líkur eru á því að það eigi sér stað á næstu þremur vikum

Lesa meira

Ragnar Stefánsson jarðsunginn í dag

Ragnar Stefánsson fæddist í Reykjavík þann 14. ágúst 1938. Hann lést á Landspítalanum þann 25. júní sl. á 86. aldursári. Alla starfsævi sína var meginverksvið Ragnars fólgið í vöktun á jarðskjálftum og eldgosum, sem og að rannsóknum sem höfðu það að markmiði að draga úr hættu af völdum þessara þátta. Á þessu sviði var hann í forystusveit á alþjóðlegum vettvangi.

Lesa meira

Tíðarfar í júní 2024

Júní var tiltölulega kaldur á landinu öllu, sérstaklega norðaustanlands. Nokkuð langvinnt norðanhret gekk yfir landið í byrjun mánaðar. Óvenjumikið snjóaði á norðanverðu landinu miðað við árstíma sem olli töluverðum vandræðum. Bændur lentu í tjóni, einhvað var um fugladauða og samgöngutruflanir voru á fjallvegum.


Lesa meira

Mikilvægt að halda áfram þróun á aðferðafræði við gerð hættumats vegna eldgosavár

Samkvæmt lögum annast Veðurstofan rauntímavöktun á náttúruvá og skal gefa út viðvaranir og spár um yfirvofandi hættu af völdum m.a. jarðskjálfta, eldgosa og jökulhlaupa. Veðurstofan hefur einnig það hlutverk að vera yfirvöldum til ráðgjafar varðandi forvarnir og viðbrögð við náttúruvá. Hluti af því er að meta reglulega og veita upplýsingar um hættu vegna eldfjallavár líkt og í atburðarrásinni á Reykjanesskaga síðustu ár.

Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica