Grímsvötn
mynd

Grímsvötn

Grímsvötn hafa verið virkasta eldstöð Íslands á nútíma; síðasta eldgosið þar var árið 2011. Eldstöðin samanstendur af megineldstöð og sprungusveimum sem ná allt að 100 km lengd og 18 km breidd og nær hæð Grímsvatna allt að 1700 metrum yfir sjávarmál.  Eldstöðin er hluti af eystra gosbeltinu og er að mestu hulin jökli. Megineldstöðin Þórðarhyrna hefur verið tengd við Grímsvatnaeldstöðina.

Þóleiitísk kvika er ríkjandi kvikutegund eldgosa í Grímsvötnum nú á nútíma (e. Holocene), en Basaltískt andesít, og líparít opnur eru að finna í jökulskerum (e. Nunatak), en þau eru talin tengjast megineldstöðinni Þórðarhyrnu. Tíðni gosa í Grímsvötnum undanfarin 1100 ár er talin vera um 1 gos á 10 ára fresti. Jökulhlaup eru algeng þegar gýs í Grímsvötnum.

Langflest gos á Grímsvatnakerfinu eru sprengigos í megineldstöðinni, en virknin virðist lotubundin. Í virknitoppum verða 6-11 gos á ~40 árum, en í virkni-lægðum gýs um 0-4 sinnum á ~40 árum. Þessir virknitoppar og lægðir virðast standa yfir í 60-80 ár í senn. Stór hraungos hafa orðið í kerfinu. Yngsta stóra gosið er Skaftáreldar sem stóðu frá 1783 til 1784 og ollu svonefndum Móðuharðindum. Það gos stóð í 8 mánuði og gaus þá á um 27 km langri gossprungu en hraun rann yfir um 600 km2

Meiri upplýsingar um eldstöðina er að finna í vefsjá íslenskra eldfjalla.






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica