Þolmörk jarðar
Margar stofnanir, samtök og opinberir aðilar láta sig varða um þolmörk jarðar og vistspor eru reiknuð á ýmsa vegu.
Reiknuð er út áætluð neysla mannkyns á hverju ári og hver vistfræðileg takmörk jarðar eru. Fundið er út hve miklar náttúruauðlindir jarðar eru og hversu mikið er notað af þeim. Á vefsíðu neðangreindra samtaka má finna marga tengla á skylt efni.
Skilgreindur hefur verið svokallaður þolmarkadagur, sem er sá dagur þegar fullnýtt er það sem nýta má af auðlindum jarðar á því ári. Samtökin Global Footprint Network standa fyrir þeim útreikningum ásamt því að birta upplýsingar um vistspor þjóða.
Þetta er eitt framlag af mörgum til þessara mála.