2009
Hafís í mars 2009
mánaðaryfirlit
Hafís var nálægt meðalári í mars og nærri miðlínu. Engar tilkynningar frá skipum bárust um hafís, en Landhelgisgæslan fór í könnunarflug 6. mars. Hin eiginlega hafísrönd sást ekki þann dag, en nýmyndaður ís náði um 10 sjómílur austur af miðlínu. Austan- og norðaustanátt voru ríkjandi á Grænlandssundi.