2008

Hafís í febrúar 2008

Hafís í febrúar 2008

Landhelgisgæslan fór í þrjú könnunarflug í mánuðinum, þann 4., 18. og 26. Til viðbótar bárust fimm tilkynningar frá skipum. Vestlægaráttir voru tíðar á Grænlandssundi og hafísinn þokaðist því nær landi. Viðvörun var send út þann 21. frá Veðurstofunni vegna þessa, en þá bentu upplýsingar frá gervitunglamyndir til að gisinn ís væri um 15 sml frá Kögri og Horni og að ístunga teygði sig inn á Húnaflóa. Þann 24. var tilkynnt um hafís um 15 sml norður af Rifsnesi. Þann 26. var ísinn á undanhaldi, enda komin austlæg átt og var ísinn þá næst landi um 26 sml norðnortvestur frá Kögri og 29 sml norðvestur af Straumnesi.

is_feb2008





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica