2007
Hafís í maí 2007
Landhelgisgæslan fór einu sinni í ískönnunarflug í mánuðinum, 4. maí. Ísinn var um 47 sml norðvestur af Blakknesi. Tvær tilkynningar frá skipum bárust í mánuðinum, sú fyrsta þann 17. þar sem skip kom að þéttum ís um 55 sml NNV af Straumnesi. Seinni tilkynningin barst 30. maí þar sem sagt var frá ís á Kögurgrunni og frá þéttum ís um 55 sml NNV og N af Kögri.
Norðaustanáttir voru ríkjandi á Grænlandssundi í byrjun mánaðarins og einnig í seinni hluta þess. Suðlægar áttir einkum suðvestanátt var ríkjandi um miðbik mánaðarins.