2007
Hafís í mars 2007
Landhelgisgæslan fór einu sinni í ískönnunarflug í mánuðinum, þ. 27.
Ísjaðarinn var þá nokkuð innan við miðlínu og næst landi u.þ.b. 50 sml. NV af Straumnesi og 60 sml. V af Barða. Þéttleiki ísbrúnarinnar var víðast hvar um 4/10 eða minni en 7-9/10 norðan við 67°20'N. Syðst á könnunarsvæðinu var talsverð nýmyndun.
Ekki bárust aðrar tilkynningar í mánuðinum.
Austan- og síðar norðaustanáttir voru tíðastar í Grænlandssundi framan af mars en 20.-22. komu hvassar suðvestanáttir og einnig var suðvestanátt dagana 28. og 29.