Hafís í febrúar 2007
Landhelgisgæslan fór tvisvar í ískönnunarflug í mánuðinum þ. 6. og 26.
Þ. 6. var ísbrúnin næst landi 60 sml. VNV af Blakksnesi, 60 sml. V af Barða og 60 sml. NV af Straumnesi. Þéttleiki íssins var 1-7/10. Þ. 8. tilkynnti hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson um ísrönd 5/10 að þéttleika heldur nær landi eða á 6604N og 2655V. Í ískönnunarflugi gæslunnar 26. febrúar hafði ísbrúnin færst vestur á bóginn á ný og var þá næst landi 60 sml. NV af Straumnesi.
10. febrúar tilkynnti skip á leið út frá Húsavík um töluverðan krapís og íshrafl er reynst gæti hættulegur minni bátum á austanverðum Skjálfanda.
Engar tilkynningar um borgarís bárust í mánuðinum.
Fyrstu daga febrúarmánaðar var vindátt suðlæg við Vestfirði, síðan kom hægviðriskafli en síðustu 3 vikurnar var vindáttin af austri og norðaustri.