2007

Hafís í janúar 2007

Landhelgisgæslan fór tvisvar í ískönnunarflug í mánuðinum þ.13. og 28.

Þ. 13. var ísbrúnin næst landi 100 sml. VNV af Barða. Ísinn var 4-8/10 að þéttleika.

Þ. 28. hafði ísbrúnin færst mjög nærri landi og var þá næst, 12 sml. N af Kögri. Þéttleikinn var víðast 4-6/10 en 1-3/10 og miklar ísdreifar út frá ísröndinni. Á Dýrafirði voru miklar ísdreifar og var fjörðurinn nánast ófær bátum og smærri skipum. Þá var einnig ísspöng út frá Barða.

Fjölmargar tilkynningar bárust frá skipum síðasta hluta mánaðarins og einnig frá landi 26. jan. er ísdreifar bar inn í Dýrafjörð.

Frá 21. til 31. voru vestan og suðvestanáttir ríkjandi í Grænlandssundi og einnig var eitthvað um vestlægar áttir þar á undan. Þ. 24. var allhvöss VSV átt.

Haf- og borgarístilkynningar í janúar 2007





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica