2007
Hafís í september 2007
Hafís í september 2007
Í september bárust alls sjö tilkynningar um borgarísjaka. Næst landi var skammt norðaustur af Geirólfsgnúpi, en aðrar tilkynningar voru mun utar.
Landhelgisgæslan fór ekki í könnunarflug í mánuðinum.
Á Grænlandssundi voru suðvestanáttir heldur tíðari en í meðalári.