Haf- og borgarís í desember 2006
Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug tvisvar í desember, 5. og 15.
Hinn 5. var ísröndin næst landi 78 sml. NV af Straumnesi. Þéttleiki íssins var 1-3/10 næst röndinni en 4-6/10 í spöngum, 5-10 sml. fyrir innan.
Hinn 15. var ísinn næst landi 85sml. NV af Barða og jafnlangt VNV af Straumnesi. Ístilkynning barst einnig frá hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni 15. desember en þeir tilkynntu um ísröndina nokkuð sunnar.
Norðaustlæg átt var lengst af ríkjandi úti fyrir Vestfjörðum fyrri helming mánaðarins en síðan tóku við suðvestlægar áttir allt fram til 30.