Hafís í febrúar 2005
Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.
Landhelgisgæslan fór þrisvar í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi í mánuðinum þ. 4., 10. og 17.
Þ. 4 var ísinn næst landi 48 sml. N af Horni og 38 sml. NNV af Straumnesi.
Þ. 10. hafði ísinn færst heldur fjær landinu og var nú næst landi 48 sml. NV af Straumnesi.
Þ. 17. hafði hann nálgast land á ný og voru spangir um 15 sml. N af Kögri en meginísröndin 30 sml. NV af Straumnesi.
Þ. 18. var komið íshrafl u.þ.b. 10 sml. VNV af Rit.
Þ. 21. var send út hafísviðvörun þar sem ísspöng var u.þ.b. 7 sml. frá Rit. Að kvöldi þessa sama dags bárust fregnir af ísspöng 1.9 sml. N af Kögri og var það jafnframt sá ís sem næstur var landi í febrúar.
Þ. 27. var ísinn kominn liðlega 50 sml. N af Langanesi.
Nokkrar borgarístilkynningar bárust einnig.
Suðvestan og norðaustanáttir skiptust nokkuð jafnt á í Grænlandssundi í febrúar.