Hafís í apríl 2005

Sigþrúður Ármannsdóttir 5.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Þó nokkuð var tilkynnt um ís í aprílmánuði og var það nokkuð jafnt yfir allan mánuðinn.

Hafís í apríl 2005

Aðallega voru þetta borgarístilkynningar. Borgarísjakar og borgarbrot voru á siglingaleiðinni austur af Horni. Auk þess á Húnaflóa og Skagafirði og svæðinu þar fyrir utan. Þetta er mesti borgarís í aprílmánuði á þessum slóðum í mörg ár.

Landhelgisgæslan fór í eitt ískönnunarflug í mánuðinum þ. 11. og þá var borgarís á áðurnefndum slóðum.

Norðaustanátt var ríkjandi í apríl.

 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica