Hafís í júní 2005
Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.
Landhelgisgæslan fór tvisar í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi í mánuðinum þ. 2. og 20.
Þ. 2. var ís næst landi 55 sml. vestnorðvestur af Bjargtöngum og voru það ísdreifar sem lágu meðfram þéttum ísjaðri sem var næst landi 75 sml. vestur af Straumnesi.
Þ. 20. hafði ísjaðarinn færst nær landi og var 49 sml. norðvestur af Deild og var þessi ís 7-9/10 að þéttleika næst brúninni.
Tilkynnt var um hafís 9. og 10. júní og var sá ís fyrir norðan land og á svipuðum slóðum og ísinn sem sást í flugi Landhelgisgæslunnar þ. 20.
Borgarístilkynningar bárust af og til allan mánuðinn. Þeir borgarísjakar voru á siglingaleið við Strandir, inni á Húnaflóa og nálægt landi við Skaga.
Norðaustanátt var tíðust í Grænlandssundi í júní.