Hafís í júlí 2005
Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.
Landhelgisgæslan fór tvisvar í ískönnunarflug í júlí, þ. 6. og 20.
Þ. 6. var ísinn næst landi 60 sml. NV af Kögri og 83 sml. NV af Kolbeinsey.
Þ. 20. hafði ísinn heldur fjarlægst landið og var næst landi 70 sml. V af Bjargtöngum (borgarís), 90 sml. NV af Straumnesi og 100 sml. N af Kögri.
Aðrar tilkynningar voru aðallega af borgarís sem var nokkuð fjærri landi nema þ. 14. þegar borgarís var 5-6 sml. N af Skaga.
Ísjaðarinn var nokkru fjær landi í júlí en í sama mánuði árin 2000-2002.
Norðaustanátt var tíðust í Grænlandssundi þennan mánuðinn eða 17 daga af 31.