Hafís í febrúar 2004
Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.
Landhelgisgæslan fór einu sinni í ískönnunarflug í febrúar, þ. 12. Þá var ísjaðarinn rétt innan við miðlínu og næst landi 51 sml. NNV af Straumnesi. Þéttleiki ísbrúnarinnar var ýmist 4-6/10 eða 7-9/10. Víða var nýmyndun og gisnar ísrastir meðfram brúninni.
Suðvestan- og norðaustanátt var nokkuð jafnt í febrúar í Grænlandssundi.