Hafís í apríl 2004

Sigþrúður Ármannsdóttir 5.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Hafístilkynningar í apríl 2004

Landhelgisgæslan fór ekki í ískönnunarflug í apríl, enda ís hvergi nærri og fáar tilkynningar bárust um hafís.

Einu tilkynningarnar sem bárust komu frá sjófarendum um miðjan mánuð. Þ. 15. var tilkynnt um staka jaka talsvert norður af landinu. Þ. 16. bárust sömuleiðis fregnir af dreifðum ís norður af landinu auk þéttrar ísrandar Íslandsmegin við miðlínu.

Nokkrar borgarístilkynningar bárust Veðurstofu og voru þeir borgarísjakar allir langt frá landi.

Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi í apríl.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica