Hafís í júlí 2004
Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.
Landhelgisgæslan fór þrisvar í ískönnunarflug í mánuðinum þ. 13., 22. og 26.
Þ. 13. sást í meginísröndina og var hún Grænlandsmegin við lögsögumörkin. Að öðru leyti var um borgarís að ræða og var allur þessi ís allfjarri landi.
Þ. 22. voru margir borgarísjakar úti fyrir Vestfjörðum og þeir sem næstir voru landi um 50 sml. NV af Straumnesi. Einnig voru nokkrir borgarísjakar norður af landinu.
Þ. 26. hafði borgarísjökunum fækkað frá fluginu þann 22., þeir dreifst meira og færst nær Norðurlandi.
Engar tilkynningar bárust um ís í fyrstu viku júli frá sjófarendum en strax í annari viku og það sem eftir var mánaðar var mikið tilkynnt um borgarís vestur og norður af landinu, ísinn ógnaði þó ekki siglingum umhverfis landið.
Næst landi var borgarís þ. 11. júlí, liðlega 40 sml. N af Sauðanesvita.
Norðaustanátt var tíðust í Grænlandssundi í júlí.