Hafís í september 2004

Sigþrúður Ármannsdóttir 5.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Landhelgisgæslan fór ekki í ískönnunarflug í september.

Borgarístilkynningar í september 2004

Eingöngu var tilkynnt um borgarís þennan mánuðinn og var það nánast allt í fyrstu vikunni. Flestir jakarnir voru uppundir landi á Skjálfandaflóa en fyrsta dag mánaðarins voru þó einnig jakar á Húnaflóa. Um miðjan mánuð var u.þ.b. 5 metra hár borgarísjaki ásamt borgarbrotum í mynni Ólafsfjarðar.

Síðari hluta september bárust engar ístilkynningar.

Borgarísinn þennan mánuðinn var nokkuð austar en í sama mánuði undanfarin ár.

Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi í september.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica