Hafís í september 2003

Sigþrúður Ármannsdóttir 8.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Hafís í september 2003

Engar fregnir bárust af hafís í þessum mánuði frekar en þeim síðasta. Hins vegar var borgarís ásamt borgarbrotum úti fyrir Norðurlandi alveg frá byrjun mánaðarins og til 18. Eftir þann tíma hafa engar tilkynningar borist.

Um miðbik mánaðarins var ísinn mjög nálægt landi og jafnvel uppi í landsteinum við Reykjaneshyrnu og utanverðan Skagafjörð, austanmegin.

Það skiptust á nokkuð jafnt suðvesta- og norðaustanátt í Grænlandssundi þennan mánuðinn.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica