Hafís í ágúst 2003

Sigþrúður Ármannsdóttir 8.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Engar fregnir bárust af hafís í ágúst enda afar lítill ís við Grænlandsstrendur.

Haf- og borgarístilkynningar í ágúst 2003

Eftir miðjan mánuð sáust hins vegar nokkrir borgarísjakar úti fyrir Vestfjörðum og var tilkynnt um þann síðasta á næst síðasta degi mánaðarins. Voru þetta stórir jakar ásamt borgarbrotum. Sá borgarís sem næstur var landi sást þ. 17. og var u.þ.b. 35 sml. norður af Kögri.

Norðaustanátt var tíðust í Grænlandssundi þennan mánuðinn.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica