Hafís í maí 2003

Sigþrúður Ármannsdóttir 8.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Haf- og borgarístilkynningar í maí 2003

Landhelgisgæslan fór einu sinni í ískönnunarflug í mánuðinum, úti fyrir Vestfjörðum þ. 23. Ístungan sem sást var næst landi u.þ.b. 70 sml. NV af Bjargtöngum og var þéttleiki hennar víðast hvar 4-6/10. Borgarbrot sást austan við tunguna.

Þ. 15. barst tilkynning frá flugvél um ísjaðar næst landi u.þ.b. 75 sml. NV af Galtarvita. Þéttleiki var allt frá 2/10 og upp í 8/10.

Norðaustanátt var tíðust í Grænlandssundi í mánuðinum.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica