Hafís í nóvember 2002

Sigþrúður Ármannsdóttir 8.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Haf- og borgarístilkynningar í nóvember 2002

Landhelgisgæslan fór ekki í ísflug í mánuðinum.

Einungis ein ísfrétt barst í nóvember þ. 19. og var hún frá skipi.

Stór borgarísjaki sást u.þ.b. 19 sml. NNA af Horni. Borgarbrot, sem voru talin hættuleg skipum, voru í kringum hann og náðu ísdreifar allt að 4,5 sml. vestur fyrir borgarísjakann.

Óvenju lítill hafís var við strendur Austur-Grænlands miðað við árstíma.

Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi í nóvember.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica