Hafís í október 2002

Sigþrúður Ármannsdóttir 8.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Landhelgisgæslan fór ekki í ísflug í þessum mánuði.

Haf- og borgarístilkynningar í október 2002

Engar tilkynningar bárust um hafís enda allur hafís víðsfjærri. Hins vegar bárust nokkrar tilkynningar um borgarís.

Fyrstu viku mánaðarins var tilkynnt um nokkra borgarísjaka á Húnaflóa. Voru þeir bæði á miðjum flóanum og nálægt Ströndum. Auk þess var tilkynnt um nokkra borgarísjaka fjær landi.

Næstu tvær vikur á eftir bárust engar tilkyningar en þ. 21. var stór borgarísjaki vestur af Vestfjörðum.

Ekki var um frekari tilkynningar að ræða.

Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi í október.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica