Hafís í ágúst 2002
Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.
Landhelgisgæslan fór ekki í ísflug í ágúst enda óvenju lítill og nánast enginn hafís í Grænlandssundi. Engar tilkynningar bárust því af hafís.
Talsvert var hins vegar tilkynnt um borgarís og var það meira og minna allan mánuðinn. Flestar voru tilkynningarnar af svæðinu norður af Hornströndum en einnig fengust fregnir af borgarís djúpt út af Vestfjörðum.
Þ. 12. var t.d. tilkynnt um nokkra borgarísjaka og var sá sem næstur var landi u.þ.b. 6 sml. NA af Kögri.
Þ. 24. var annar 6 sml. NNA af Horni.
Þ. 30. voru 1-2 borgarísjakar við Aðalvík u.þ.b. 3 sml. N af Rit.
Ekki er óalgengt að borgarís komi svo nálagt landi á þessum tíma.
Norðaustanátt var tíðust í Grænlandssundi í ágúst.