Hafís í maí 2002

Sigþrúður Ármannsdóttir 8.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Landhelgisgæslan fór þrisvar í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum í maí, þ. 3., 13. og 29.

Hafís í maí 2002Þ. 3. var ísbrúnin næst landi 50 sml. NV af Straumnesi og var þetta þéttur ís þ.e. 7/10 og upp í samfrosta ís. Ísdreifar lágu allt að 10 sml. út frá meginjaðrinum.

Þ. 13. hafði ísinn heldur færst fjær landinu og var nú 60 sml. NV af Straumnesi. Þéttleikinn var víðast hvar 7-9/10 og ísdreifar allt að 10 sml. út frá meginísnum, eins og í síðustu könnun.

Þ. 29. var eingöngu hægt að kanna ástand íssins með ratsjá, vegna þoku. Ísbrúnin virtist vera u.þ.b. 70 sml. NV af Straumnesi og hafði enn hörfað frá því þann 13.
Aðrar ísfregnir sem bárust voru af ís sem var mun fjær landi en sá sem áður er nefndur.

Engar tilkynningar bárust um borgarís.

Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi í maí og er það mjög hagstæð vindátt til að þoka ísnum frá landinu.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica