Hafís í febrúar 2002
Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.
Engar tilkynningar bárust um hafís fyrri hluta mánaðarins, en þ. 15. bárust fregnir af ís úti fyrir Vestfjörðum og daginn eftir þ. 16. var hann næst landi 7 sml. NNV af Straumnesi. Ekki var um þéttan ís að ræða.
Þ. 28. fór svo Landhelgisgæslan í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi. Þá reyndist ísjaðarinn vera næst landi 49 sml. NV af Straumnesi og 55 sml. N af Horni. Ísinn var víðast hvar 10/10 að þéttleika en austan við 024°40'V var hann heldur dreifðari við ísbrúnina eða 4-6/10. Þrír borgarísjakar voru utan við jaðarinn á þeim slóðum.
Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi í febrúar.