Hafís í desember 2001

Sigþrúður Ármannsdóttir 9.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Talsvert barst af hafístilkynningum í desember, einkum undir lok mánaðarins en þá hafði verið stíf norðanátt um skeið sem bar ísinn að landi.
Landhelgisgæslan fór þrisvar í ískönnunarflug í mánuðinum, þ. 4., 27. og 29.

Haf- og borgarístilkynningar í desember 2001

Þ. 4 var ísinn næst landi 42 sml. NV af Kögri. Þéttleikinn var víðast hvar 7-9/10. Ís í myndun var meðfram allri ísröndinni og allt að 15 sml. út frá meginísnum. Einnig voru nokkrir borgarísjakar inni í ísnum.

þ. 27. hafði ísbrúnin þokast nær og var þá næst landi 23 sml. N af Kögri og 15 sml. NA af Horni. Ís var kominn inn á Húnaflóa og ísmolar upp að ströndum við Horn og austur um að Gjögri. Enn var meginísröndin um 7-9/10 að þéttleika.

Þ. 29. hafði meginísinn heldur hörfað og var þá næst landi 28 sml. N af Kögri. þéttleiki enn sem fyrr 7-9/10 og austast 10/10. Íshröngl og borgarís var allt frá Straumnesi og austur fyrir Horn og sigling varasöm. Borgarís var m.a. við Skaga og á siglingaleið um Húnaflóa auk íshröngls.

Fréttir bárust frá Litlu-Ávík um íshrafl við land og frá sjófarendum á leið fyrir Horn og um Húnaflóa undir árslok. Að morgni 29. sneri skip við sem ætlaði fyrir Horn, vegna íss.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica