Hafís í nóvember 2001

Sigþrúður Ármannsdóttir 9.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Haf- og borgarístilkynningar í nóvember 2001

Landhelgisgæslan fór einu sinni í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum í mánuðinum þ. 24. Næst landi var ísbrúnin 40 sml. NV af Straumnesi. Þéttleikinn var að mestu 7-9/10 en þó gisnara inn á milli. Ís í myndun var svo utan við ísbrúnina og náði allt að 5 sml. út frá henni.

Tilkynnt var um ís fjær landi fyrr í mánuðinum. Engar tilkynningar bárust um borgarís.

Suðvestan- og norðaustanátt skiptust nokkuð jafnt á í nóvember.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica