Hafís í september 2001

Sigþrúður Ármannsdóttir 9.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Ekki bárust tilkynningar um hafís í mánuðinum en þónokkuð fréttist af borgarís. Landhelgisgæslan sá borgarís í gæsluflugi þ. 3., 19. og 27.

Haf- og borgarístilkynningar í september 2001

Þ. 3. var jakinn sem næstur var landi u.þ.b. 57 sml. NV af Kögri.

Þ. 19. var borgarísinn enn á svipuðum slóðum og sá jaki sem næstur var landi u.þ.b. 62 sml. NV af Kögri.

Þ. 27. var borgarís u.þ.b. 48 sml. VNV af Barða.

Á tímabilinu frá 6.-13. lónaði borgarís skammt norður af Hornströndum. 14.-16. var hann kominn inn á Húnaflóa, nokkuð nálægt landi við Reykjaneshrynu og sást ágætlega frá Litlu-Ávík.

Norðaustanátt var tíðust í Grænlandssundi í september.

 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica