Hafís í júní 2001
Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.
Landhelgisgæslan fór ekki í ískönnunarflug í júní.
Þ.1. var flugvél Flugmálastjórnar við ratsjárprófun á Vestfjarðamiðum og reyndist ísröndin þá næst landi u.þ.b. 60 sml. NV af Rit og þéttleiki íssins 6-9/10. Þann dag og daginn eftir varð einnig vart við borgarís úti fyrir Norðurlandi.
Undir lok mánaðarins bárust tilkynningar um dreifðan ís vestur af Vestfjörðum og einnig alllangt norður af landinu. Þ. 28. var hann u.þ.b. 70 sml. VNV af Bjargtöngum. Vegna lélegs skyggnis var ekki hægt að kanna hann nánar.
Norðaustanátt var tíðust í Grænlandssundi í júní.