Hafís í maí 2001

Sigþrúður Ármannsdóttir 9.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Landhelgisgæslan fór þrisvar í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi í mánuðinum, þ. 2., 10. og 14.

Hafís í maí 2001

Þ. 2. var ísinn næst landi u.þ.b. 48 sml. NV af Kögri og 42 sml. N af Kolbeinsey. Þéttleikinn var 7-9/10 sunnan til á svæði því sem kannað var en 10/10 norðar.

Þ. 10. var ísinn á svipuðum slóðum og þ. 2. og næst landi 45 sml. N af Kögri. Heldur var hann gisnari norður af landinu en í fyrri könnun og var nú að mestu 7-9/10 að þéttleika.

Þ. 14. hafði hann þokast nær landi og var næstur því 21. sml. N af Kögri. Vestan til í jaðrinum var þéttleikinn 6-8/10 en 1-3/10 austar. Ísdreifar voru meðfram ísröndinni norður af Vestfjörðum.

Skip tilkynnti um ísrönd þ. 22. norður af landinu. Þ. 28. var tilkynnt um borgarís úti fyrir Norðurlandi og einnig ísjaka 20 sml. NNA af Grímsey og var sá ís næstur landi í mánuðinum ásamt þeim sem sást í flugi Landhelgisgæslunnar þ. 14.

Norðaustanátt var tíðust í Grænlandssundi í maí.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica