Hafís í mars 2001
Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.
Landhelgisgæslan fór tvisvar í ískönnunarflug út af Vestfjörðum í mars, þ. 14. og 23.
Þ. 14. var ísinn næst landi 60 sml. NV frá Straumnesi. Þéttleiki hans var víðast hvar 7-9/10 en 4-6/10 næst ísbrúninni.. Auk þess voru ísdreifar meðfram brúninni.
Þ. 23. var ísinn næst landi 68 sml. NV frá Barða. Þéttleikinn var víðast hvar 4-6/10 næst ísbrúninni en 7-9/10 innar. Syðst á könnunarsvæðinu var ísinn þó gisnari við ísbrúnina.
Engar fregnir bárust af borgarís.
Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi í mars.