Hafís í desember 2000

Sigþrúður Ármannsdóttir 9.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Landhelgisgæslan fór einu sinni í ískönnunarflug út af Vestfjörðum í mánuðinum, þ. 28.

Haf- og borgarístilkynningar í desember 2000

Þá var ísinn næst landi 38 sml. NV frá Barða, 38 sml. NV af Rit og 57 sml. NV af Blakknesi. Þéttleiki íssins var 7-9/10 nyrst en varð gisnari eftir því sem sunnar dró og allra syðst var hann orðinn mjög gisinn. Ísdreifar og krap teygðu sig víða út frá meginröndinni.

Ein tilkynning barst um borgarís og var það þ.1.

Reyndist hann vera u.þ.b. 75 sml.V af Blakknesi og nokkuð stór.

Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi í desember.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica