Hafís í júlí 2000

Sigþrúður Ármannsdóttir 9.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Landhelgisgæslan fór tvisvar í mánuðinum í ískönnunarflug út af Vestfjörðum og Norðurlandi, þ. 11. og 14.

Haf- og borgarístilkynningar í júlí 2000

Þ. 11. var ísinn næst landi: 27 sml. VNV af Barða, 32 sml. VNV af Straumnesi og 32 sml. NV af Kögri. Þéttleiki íssins var 3-6/10.

Þ. 14. var ísinn næst landi 38 sml. VNV af Látrabjargi, 42 sml. NV af Barða, 30 sml. NNV af Straumnesi og 30 sml. NNV af Kögri. Þéttleiki íssins var allt frá því að vera 1-3/10 og upp í 7-9/10.

Nokkrar tilkynningar bárust frá sjófarendum um ís, bæði norður af landinu og einnig út af Vestfjörðum.

Þ. 19. barst fregn af ís nálægt landi við Súgandafjörð og Sauðanes.

Borgarís sást þ. 14. og var sá er næstur var landi rúmlega 30 sml. NV frá Straumnesi.

Norðaustan- og suðvestanátt réðu nokkuð jafnt ríkjum í Grænlandssundi í mánuðinum.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica