Hafís í júní 2000
Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.
Landhelgisgæslan fór einu sinni í mánuðinum í ískönnunarflug út af Vestfjörðum, þ. 21.
Næst landi var ísbrúnin 63 sml. NV frá Barða. Þéttleiki íssins var 7-9/10 en 5 sml. breið ísröst sem lá til SA frá meginísnum var að þéttleika 4-6/10.
Ísfregnir bárust frá skipum um ís úti fyrir Norðurlandi og var sá ís sem næstur var landi þ. 10., 33 sml. norður af Horni.
Engar tilkynningar bárust um borgarís.
Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi í júní.