Hafís í maí 2000
Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.
Nokkrar hafístilkynningar bárust í maí.
Þ. 2. var ísspöng um það bil 45 sml. NNA af Horni.
Þ. 12. sást í ísbrúnina um það bil 72 sml. NNV af Siglunesi og litlir jakar nær landi.
Þ. 14. var hafísjaðar norður af landinu og næst landi 25 sml. NNA af Horni. Var það einnig sá ís sem næstur var landi í mánuðinum.
Þ. 19. var ísinn langt vestur af landinu um það bil 75 sml. VNV af Kóp.
Þ. 21. var tilkynnt um ísspöng rúmlega 60 sml. NNV af Horni.
Landhelgisgæslan fór ekki í ísflug í þessum mánuði.
Norðaustlæg átt var ríkjandi í Grænlandssundi í maí.