Hafís í mars 1999

Sigþrúður Ármannsdóttir 9.5.2006

Landhelgisgæslan fór þrisvar sinnum í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum í mánuðinum, þ. 3., 19. og 30. Auk þess var farið í flug þ. 16., en þá var flogið það grunnt út frá landinu að ekki varð vart við ís.

Hafístilkynningar í mars 1999

Þ. 3. var ísinn næst landi 77 sml. VNV af Barða og 70 sml. VNV af Straumnesi. Ísjaðarinn var víðast um 7-9/10 að þéttleika en þó aðeins gisnari nyrst og syðst eða um 4-6/10. Meðfram ísröndinni var ís í myndun.

Þ. 19 var ísinn næst landi 77 sml. VNV og 70 sml. NV af Barða. Ísbrúnin var 7-9/10 að þéttleika.

Þ. 30. var ísinn 103 sml. V og 72 sml. NV af Bjargtöngum, 60 sml. NV af Barða og 55 sml. NV af Straumnesi.

Ísbrúnin var 7-9/10 að þéttleika nema rétt syðst þar sem þéttleikinn var 4-6/10.Víða var sjórinn að frjósa meðfram ísbrúninni.

Nokkrar tilkynningar um borgarísjaka bárust en þeir voru allir sunnan við 60°N og vestan við 30°V.

Aðrar tilkynningar bárust um ís frá skipum í mánuðinum og var sá ís á svipuðum slóðum eða fjær landi en ísinn sem sást í flugi Landhelgisgæslunnar.

Ís næst landi í mánuðinum var þ. 30., 55 sml. NV af Straumnesi.

Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi í mars.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica