Hafís í mars 1999
Landhelgisgæslan fór þrisvar sinnum í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum í mánuðinum, þ. 3., 19. og 30. Auk þess var farið í flug þ. 16., en þá var flogið það grunnt út frá landinu að ekki varð vart við ís.
Þ. 3. var ísinn næst landi 77 sml. VNV af Barða og 70 sml. VNV af Straumnesi. Ísjaðarinn var víðast um 7-9/10 að þéttleika en þó aðeins gisnari nyrst og syðst eða um 4-6/10. Meðfram ísröndinni var ís í myndun.
Þ. 19 var ísinn næst landi 77 sml. VNV og 70 sml. NV af Barða. Ísbrúnin var 7-9/10 að þéttleika.
Þ. 30. var ísinn 103 sml. V og 72 sml. NV af Bjargtöngum, 60 sml. NV af Barða og 55 sml. NV af Straumnesi.
Ísbrúnin var 7-9/10 að þéttleika nema rétt syðst þar sem þéttleikinn var 4-6/10.Víða var sjórinn að frjósa meðfram ísbrúninni.
Nokkrar tilkynningar um borgarísjaka bárust en þeir voru allir sunnan við 60°N og vestan við 30°V.
Aðrar tilkynningar bárust um ís frá skipum í mánuðinum og var sá ís á svipuðum slóðum eða fjær landi en ísinn sem sást í flugi Landhelgisgæslunnar.
Ís næst landi í mánuðinum var þ. 30., 55 sml. NV af Straumnesi.
Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi í mars.