Hafís í febrúar 1999
Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.
Landhelgisgæslan fór fjórum sinnum í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum í mánuðinum, þ. 5., 10., 16. og 22.
Þ. 5. var ísinn næst landi 30 sml. NV af Barða, 24 sml. NV af Rit og 47 sml. NV af Horni.
Þéttleiki ísjaðarsins var víðast 4-6/10.
Þ. 10. var ísinn næst landi 35 sml. NV af Blakknesi, 35 sml.NV af Barða, 23 sml. NV af Straumnesi og 28 sml. NNV af Straunmesi. Ísröst var 22 sml. N af Hælavíkurbjargi. Ísjaðarinn samanstóð aðallega af ísröstum 8/10 að þéttleika en annars var ísinn um 4/10; aðallega vetrarís.
Þ. 16. var ísinn næst landi 18 sml. NNV af Straumnesi, 58 sml. V af Barða og 63 sml. V af Bjargtöngum. Sá ísjaðar var víðast hvar 4-6/10 að þéttleika.
Þ. 22. var ísinn næst landi 33 sml. NV af Straumnesi og 36 sml. NNV af Kögri. Einnig þar var ísjaðarinn víðast 4-6/10 að þéttleika.
Nokkrar tilkynningar um borgarísjaka bárust en þeir voru allir sunnan við 60°N og vestan við 30°V.
Aðrar tilkynningar bárust um ís frá skipum í mánuðinum og var sá ís á svipuðum slóðum og sá er sást í flugi Landhelgisgæslunnar. Ísinn sem næstur var landi sást þ. 16. og var hann 18 sml. NNV af Straumnesi.
Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi í febrúar.