Hafís í janúar 1999
Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.
Landhelgisgæslan fór fjórum sinnum í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum í mánuðinum, þ. 5., 13., 21. og 28.
Þ. 5. var ísinn næst landi 135 sjómílur vestur af Barða, 122 sjómílur vestnorðvestur af Barða og 77 sjómílur norðvestur af Barða.
Þ. 13. var flogið um 60 sjómílur norðvestur af Barða og um 65 sjómílur norður af Horni. Enginn hafís sást á þeirri leið.
Þ. 21. var ísinn næst landi 97 sjómílur norður af Hornbjargi, 80 sjómílur vestur af Látrabjargi og 40 sjómílur norðvestur af Barða, og var það sá ís er næstur var landi í janúar.
Þ. 28. var flogið um 70 sjómílur frá Bjargtöngum og 40-50 sjómílur norður af Horni og var engan ís að sjá á þeirri flugleið.
Þ. 17. og 18. bárust tilkynningar um hafís. Var hann fjær landi en sá sem sást þ. 21.
Tilkynnt var um þrjá borgarísjaka, einn þ. 5 og tvo þ. 21. og var sá er næstur var landi í ísjaðrinum þ. 21., á stað 66°44'N 025°33'V.
Norðaustanáttir voru ríkjandi á Grænlandssundi í mánuðinum.