Eldingar

Eldingar

mynd/photo

Eldingar í gosmekkinum í Eyjafjallajökulsgosinu 2010. Ljósmynd: Þórður Arason 17. apríl 2010.

Eldingar eru rafstraumur í gegnum loftið sem verður þegar hleðslumunur milli tveggja staða er orðinn mjög mikill. Frá eldingunni berst öflug rafsegulbylgja til allra átta. Þrumuveður eru ekki algeng á Íslandi miðað við suðlægari lönd. Sjá má mældar eldingar síðustu daga á vef Veðurstofunnar

Eldingar geta valdið slysum á fólki og skal þá hafa samband við 112 og veita skyndihjálp. Auk slysa á fólki geta eldingar valdið tjóni á rafbúnaði. Á vef Almannavarna eru upplýsingar um viðbrögð við eldingahættu.

Eldingar í eldgosum

Eldingar eru algengar við eldgos, sérstaklega sprengigos. Í gosmekki eru bæði sérstök ferli sem geta valdið rafhleðsluaðskilnaði og einnig sambærileg ferli við hleðsluaðskilnað í þrumuveðrum.  Flestum goseldingum slær niður nálægt gosopi, en einnig geta eldingar slegið niður til jarðar úr gosmekki tugi km frá gosstöðvum undan vindi.  Í Kötlugosinu 1755 létust karl og kona þegar þau urðu fyrir goseldingu í Svínadal í Skaftártungu, um 30-35 km frá Kötlu.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica